Lætur gott af sér leiða og gefur ókunnugum jólagjafir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:37 "Ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara. vísir/getty „Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum. Jólafréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum.
Jólafréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira