Lætur gott af sér leiða og gefur ókunnugum jólagjafir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:37 "Ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara. vísir/getty „Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum. Jólafréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
„Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum.
Jólafréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira