Myndband af ferðalagi á vörubíl í óveðrinu í morgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2014 16:14 Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Halldórs. „Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira