Tússaði á bíla en var aldrei kærð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 12:06 "Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum að gera þetta,“ segir Ásgerður Jóna. vísir/anton brink/gva Fyrirtaka í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kröfur Ásgerðar eru í fimm liðum, en hún krefst meðal annars að ummæli um hana sem birtust í DV í júlí 2013 verði dæmd dauð og ómerk. Fullyrt var í DV að Ásgerður Jóna hefði verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en það kom fram í máli viðmælanda dagblaðsins og rataði bæði á forsíðu og baksíðu blaðsins. Málið var þó aldrei kært til lögreglu með formlegum hætti og var rannsókn hætt í lok júlí 2013. Um var að ræða tilkynningu, ekki kæru. Fréttin var leiðrétt í DV í janúar síðastliðnum. Í greinargerð lögmanns Reynis kemur þó fram að um hafi verið að ræða kæru „þrátt fyrir að lögregla kveðjist nú hafa meðhöndlað hana sem tilkynningu“. Hugtakið kæra sé víðtækt orð í íslensku máli og að Reynir skuli því ekki vera dæmdur til að þola ómerkingu og greiðslu miskabóta fyrir að nota ekki þrengsta skilning hugtaksins.Allar aðrar aðferðir árangurslausar Í stefnunni segir að Ásgerður hafi verið orðin langþreytt á að nágranni hennar lagði bifreiðum sínum ítrekað og endurtekið í einkabílastæði sem tilheyrir fasteign hennar. Hún hafi því skrifað orðið „einkabílastæði“ með tússpenna á rúðu bifreiðarinnar „þegar aðrar aðferðir höfðu reynst árangurslausar, en tússlitinn mátti auðveldlega þrífa af með vatni,“ segir orðrétt í stefnunni. Jafnframt segir að Reynir hafi ekki látið það sig varða „enda virðist eini tilgangurinn með fréttinni hafa verið sá að meiða æru stefnanda.“ Ásgerður Jóna segist í samtali við Vísi fúslega viðurkenna að hafa tússað á rúðuna. „Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum (innsk: Reyni) að gera þetta. Ég hringdi í hann og bað hann um að laga,“ segir Ásgerður en henni varð ekki að ósk sinni. Sárast finnist henni að Fjölskylduhjálpin sé dregin í svaðið með ummælum sem þessum.„Lágmark að fá fyrir málskostnaði“ Ásgerður rifjar upp að hún hafi áður unnið meiðyrðamál fyrir dómstólum. Þá hafi hún hins vegar fengið 250 þúsund krónur í bætur en lögfræðikostnaður var um 1250 þúsund krónur. „Það er eins og það sé ekkert samband milli þess hvað lögfræðingar taka fyrir og hvað fólk fær í bætur. Það er lágmark að fá fyrir málskostnaðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að fólk fer ekki í mál. Maður þarf að taka lán til þess,“ segir Ásgerður. Hún þurfi hins vegar að huga að mannorði sínu. Ásgerður krefst þess að Reynir verði dæmdur til að greiða sér eina milljón króna í miskabætur ásamt því að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt í DV, eigi síðar en 15 dögum eftir dómsuppsögu. Sé það ekki gert sé Reyni gert að greiða henni 50 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður umfram áður greindan frest. Ákveðin var aðalmeðferð fyrir fyrirtökuna í dag, en hún fer fram 16. febrúar næstkomandi. Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Fyrirtaka í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kröfur Ásgerðar eru í fimm liðum, en hún krefst meðal annars að ummæli um hana sem birtust í DV í júlí 2013 verði dæmd dauð og ómerk. Fullyrt var í DV að Ásgerður Jóna hefði verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en það kom fram í máli viðmælanda dagblaðsins og rataði bæði á forsíðu og baksíðu blaðsins. Málið var þó aldrei kært til lögreglu með formlegum hætti og var rannsókn hætt í lok júlí 2013. Um var að ræða tilkynningu, ekki kæru. Fréttin var leiðrétt í DV í janúar síðastliðnum. Í greinargerð lögmanns Reynis kemur þó fram að um hafi verið að ræða kæru „þrátt fyrir að lögregla kveðjist nú hafa meðhöndlað hana sem tilkynningu“. Hugtakið kæra sé víðtækt orð í íslensku máli og að Reynir skuli því ekki vera dæmdur til að þola ómerkingu og greiðslu miskabóta fyrir að nota ekki þrengsta skilning hugtaksins.Allar aðrar aðferðir árangurslausar Í stefnunni segir að Ásgerður hafi verið orðin langþreytt á að nágranni hennar lagði bifreiðum sínum ítrekað og endurtekið í einkabílastæði sem tilheyrir fasteign hennar. Hún hafi því skrifað orðið „einkabílastæði“ með tússpenna á rúðu bifreiðarinnar „þegar aðrar aðferðir höfðu reynst árangurslausar, en tússlitinn mátti auðveldlega þrífa af með vatni,“ segir orðrétt í stefnunni. Jafnframt segir að Reynir hafi ekki látið það sig varða „enda virðist eini tilgangurinn með fréttinni hafa verið sá að meiða æru stefnanda.“ Ásgerður Jóna segist í samtali við Vísi fúslega viðurkenna að hafa tússað á rúðuna. „Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum (innsk: Reyni) að gera þetta. Ég hringdi í hann og bað hann um að laga,“ segir Ásgerður en henni varð ekki að ósk sinni. Sárast finnist henni að Fjölskylduhjálpin sé dregin í svaðið með ummælum sem þessum.„Lágmark að fá fyrir málskostnaði“ Ásgerður rifjar upp að hún hafi áður unnið meiðyrðamál fyrir dómstólum. Þá hafi hún hins vegar fengið 250 þúsund krónur í bætur en lögfræðikostnaður var um 1250 þúsund krónur. „Það er eins og það sé ekkert samband milli þess hvað lögfræðingar taka fyrir og hvað fólk fær í bætur. Það er lágmark að fá fyrir málskostnaðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að fólk fer ekki í mál. Maður þarf að taka lán til þess,“ segir Ásgerður. Hún þurfi hins vegar að huga að mannorði sínu. Ásgerður krefst þess að Reynir verði dæmdur til að greiða sér eina milljón króna í miskabætur ásamt því að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt í DV, eigi síðar en 15 dögum eftir dómsuppsögu. Sé það ekki gert sé Reyni gert að greiða henni 50 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður umfram áður greindan frest. Ákveðin var aðalmeðferð fyrir fyrirtökuna í dag, en hún fer fram 16. febrúar næstkomandi.
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira