Innlent

Jólunum bjargað: Nýtt tré fellt við Rauðavatn í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grenitréð verður fellt við Rauðavatn klukkan 14.15.
Grenitréð verður fellt við Rauðavatn klukkan 14.15.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun, ásamt fulltrúa norska sendiráðsins á Íslandi, fella grenitré í útmörk Reykjavíkurborgar við Rauðavatn í dag. Tréð verður fellt klukkan 14.15 og mun koma í stað Oslóartrésins á Austurvelli.

Oslóartréð fór illa í óveðrinu í nótt og er ónýtt. Borgarstjórinn leitaði því í morgun á Facebook og kallaði eftir hugmyndum um hvernig mætti bæta úr þessu.

Það var Skógræktarfélag Reykjavíkur sem svaraði kallinu og mun sjá borgarbúum fyrir nýju jólatré.

Stefnt er að því að tendra jólatréð á Austurvelli á sunnudag.


Tengdar fréttir

Jólatré í miklu basli

Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×