Beyoncé gaf engar eiginhandaráritanir en var mjög almennileg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:13 Jay Z og Beyoncé. vísir/getty Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“ Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“
Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43
Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14
Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44
Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45