Lífið

Her frægðarfólks á leið til landsins

Jakob Bjarnar skrifar
Mikill fjöldi frægðarfólks mun vera á leið til landsins í kjölfar þeirra Beyoncé og Jay Z, í afmælisveislu þess síðarnefnda.
Mikill fjöldi frægðarfólks mun vera á leið til landsins í kjölfar þeirra Beyoncé og Jay Z, í afmælisveislu þess síðarnefnda. gettys
Samkvæmt óstaðfestum heimildum Vísis eru flestir þeir sem eru eitthvað í Hollywood nú á leið til landsins, eða um 60 manns. Meðal minni spámanna á þeim lista eru P-Diddy aka Puff Daddy, Kate Hudson, Alicia Keys (sem reyndar er óvíst með því hún er með barni) og svo Robin Thicke. Víst er að þeir eru til sem ekki fagna komu Thicke til landsins en hann er umdeildur mjög; þykir illa brenglaður af kvenfyrirlitningu, á ýmsum bæjum.

Eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum eru tónlistarstjörnurnar Beyoncé og Jay Z, nú stödd á landi. Og sú er ástæða þess að hingað steðjar allt þetta frægðarfólk að Jay Z ætlar að halda uppá 45 ára afmæli sitt sem er á fimmtudaginn.

Samkvæmt heimildum Vísis eru 20 öryggisverðir sem fylgdu þeim Beyoncé og Jay Z til landsins, auk þess sem margir Íslendingar koma að öryggisgæslu. Hlutverk þessara manna er meðal annars það að villa um fyrir fjölmiðlamönnum sem eru á hælum hjónanna og gesta þeirra, en milljónir eru í boði fyrir góðar myndir af þessu frægðarfólki, eins og Vísir greindi frá nú fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×