Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 11:12 Frá vettvangi árásarinnar í Ystaseli. Vísir/Daníel Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Stefán fer fram á 5 milljónir króna í miskabætur auk 2 milljóna skaðabótagreiðslu vegna tannlæknakostnaðar.Töldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna. Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut 2 og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Uppfært kl. 15: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var greint frá því að Daníel hefði verið dæmdur í 2 og hálfs árs fangelsi en þá láðist að greina frá því að hann var sýknaður í Hæstarétti. Það hefur nú verið leiðrétt. Tengdar fréttir Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Stefán fer fram á 5 milljónir króna í miskabætur auk 2 milljóna skaðabótagreiðslu vegna tannlæknakostnaðar.Töldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna. Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut 2 og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Uppfært kl. 15: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var greint frá því að Daníel hefði verið dæmdur í 2 og hálfs árs fangelsi en þá láðist að greina frá því að hann var sýknaður í Hæstarétti. Það hefur nú verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59
Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00
Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15