Kreppan reynt verulega á heilbrigðiskerfið í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2014 17:59 vísir/gva Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar. Grikkland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar.
Grikkland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira