„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 08:04 "Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. vísir/anton brink „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson. Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
„Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson.
Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45