Innlent

Vinnustöðvun hefst á ný á miðnætti

Linda Blöndal skrifar
Fundi lækna og viðsemjenda lauk á þriðja tímanum í dag hjá Ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan tíu í morgun og var annar boðaður strax klukkan þrjú á morgun. Tveggja daga verkfallslota hefst á miðnætti. 

Mjög langt er á milli deiluaðila samkvæmt heimildum fréttastofu. Verkfallið hófst þann 27.október og hefur því staðið í um tólf vikur. Næsta verkfallslota hefst á miðnætti í kvöld og nær yfir mörg svið. Þetta eru læknar á aðgerðarsviði, rannsóknarsviði og kvenna- og barnasviði Landspítalans auk lækna á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á heilbrigðisstofununum á landsbyggðinni.

Fleiri vinnustöðvarnir verða ekki fyrir áramót en vinnustöðvanir verða þéttari ef ekki semst fyrir áramót. Líklegt er að verkfallsboðun á fleiri stofnunum sem læknar starfa á verði einnig strax eftir áramót, eins og á Greiningarstöðinni, Heyrna- og talmeinastöðinni, Sjónstöðinni og hjá Sjúkratryggingum.

Í vinnustöðvunum núna, mánudag og þriðjudag, verður bráðaþjónustu sem fyrr sinnt á Spítölum og heilsugæslunni og Læknavaktin verður sem fyrr opin frá því seinni part dags. Yfirlæknar heilsugæslanna verða til taks en á þær stærstu koma um hundrað manns á dag til að hitta lækni. 


Tengdar fréttir

Tveir meltingarlæknar í viðbót segja upp

Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, segist skilja vel að menn sjái sér ekki lengur fært að starfa á spítalanum.

Greiða atkvæði um áframhald verkfalls

Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna Læknafélags Íslands um áframhaldandi verkfallsaðgerðir. Litlar líkur eru taldar á að samið verði fyrir áramót.

Vill ekki verða síðastur frá borði

Kjartan B. Örvar meltingarlæknir á Landspítalanum sagði starfi sínu lausu í gær. Hann segir að sér sé full alvara. Hann ætli ekki að verða síðasti maðurinn til að yfirgefa hið sökkvandi skip. Samningafundi í læknadeilunni lauk nú síðdegis án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×