Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. desember 2014 11:01 Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis. Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum. Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum.
Veður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira