Innlent

Hæg umferð undir Hafnarfjalli: Um 50 milljóna króna tjón

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Löndun fer fram á Vesturlandsvegi og mun standa eitthvað fram eftir degi.
Löndun fer fram á Vesturlandsvegi og mun standa eitthvað fram eftir degi. Vísir/Vilhelm
Unnið er að því að afferma fiskflutningabíl sem hafnaði utan vegar undir Hafnarfjalli í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Talið er að tjónið geti numið allt að 70 milljónum króna en bíllinn fór útaf veginum um níuleytið í gær.

Nokkuð var um að bílar höfnuðu utan vegar á sömu slóðum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi fóru fimm bílar útaf í gærkvöldi og nótt. Voru þeir allir skyldir eftir mannlausir á meðan versta veðrið gekk yfir. Þá fór einn bíll útaf í morgun en um minniháttaróhapp var að ræða.

Verðmæti fiskflutningabílsins er talið vera um 25 milljónir króna og en virði vagnsins er um 22 milljónir. Þá er talið að verðmæti fisksins sé um 20 milljónir króna en samkvæmt upplýsingum af staðnum er talið að megnið af honum sé í lagi.

Önnur akreinin á Vesturlandsvegi er lokuð á kafla vegna slyssins og gengur umferð hægt á þeim slóðum af þeim sökum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi í dag eins og sjá má hér að neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Myndirnar voru teknar upp úr hádegi í dag.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×