Ráðherra segir náttúrupassann þjóna náttúruvernd Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 19:45 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir gjöld fyrir náttúrupassann gefa allt að fimm milljarða króna til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum og að passinn muni gjörbreyta þeirri nauðsynlegu uppbyggingu. Náttúrupassinn sé besta leiðin sem í boði sé til að tryggja traustar tekjur í þennan málaflokk. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. En ráðherra ferðamála lagði frumvarpið fram á Alþingi í dag. „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Uppbygging ferðaþjónustunnar þurfi örugga fjármögun. Hún sé ekki að ganga erinda neinna eins og Ögmundur Jónasson fullyrði í Fréttablaðinu í dag. „En ég frábið mér slíkan málflutning. Vegna þess að ég er ekki að ganga erinda neinna nema íslensku náttúrunnar og íslensku þjóðarinnar til þess að reyna að leysa það vandamál sem ég held að við séum öll sammála um að þurfi að leysa. Að tryggja uppbyggingu á ferðmannastöðum og verndun náttúrunnar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir gjöld fyrir náttúrupassann gefa allt að fimm milljarða króna til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum og að passinn muni gjörbreyta þeirri nauðsynlegu uppbyggingu. Náttúrupassinn sé besta leiðin sem í boði sé til að tryggja traustar tekjur í þennan málaflokk. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. En ráðherra ferðamála lagði frumvarpið fram á Alþingi í dag. „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Uppbygging ferðaþjónustunnar þurfi örugga fjármögun. Hún sé ekki að ganga erinda neinna eins og Ögmundur Jónasson fullyrði í Fréttablaðinu í dag. „En ég frábið mér slíkan málflutning. Vegna þess að ég er ekki að ganga erinda neinna nema íslensku náttúrunnar og íslensku þjóðarinnar til þess að reyna að leysa það vandamál sem ég held að við séum öll sammála um að þurfi að leysa. Að tryggja uppbyggingu á ferðmannastöðum og verndun náttúrunnar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira