Innlent

Slökkvilið kallað út vegna reykelsis

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/getty
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt eftir klukkan fimm í dag vegna gruns um eld í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Mikil reykjarlykt fannst í stigagangi hússins og voru tveir slökkvibílar sendir á staðinn.

Lyktin reyndist vera af reykelsi inni í einni íbúðinni og bílarnir því afturkallaðir. „Já þetta var minna en ekki neitt,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við Vísi, en bætir því við að allur sé varinn góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×