Nauðgaraummælin standa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 16:36 Egill Einarsson Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira
Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira