Innlent

Nauðgunarmál gegn Agli Einarssyni fellt niður

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ríkissaksóknari hefur fellt niður kærumál gegn Agli Einarssyni. Tæpir sjö mánuðir eru Egill var fyrst kærður fyrir nauðgun.

Brynjar Níelsson, verjandi Egils, staðfestir í samtali við fréttastofu að honum hafi á sjötta tímanum borist tölvupóstur frá ríkissaksóknara þar sem honum er tilkynnt þetta.

Það var í lok nóvember á síðasta ári sem átján ára stúlka kærði Egil og kærustuna hans fyrir nauðgun.

Málið vakti mikla athygli, en Egill hefur alltaf neitað sök.

Eftir rannsókn lögreglu var málið um miðjan janúar sent Ríkissaksóknara sem sendi það svo aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Í millitíðinni kærði önnur kona Egil fyrir nauðgun sem sögð var hafa átt sér stað fyrir átta árum.

Málið var svo sent embætti Ríkissaksóknara í annað sinn í byrjun mars.

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar engin svör fengið frá embættinu um hvað málinu líður, en í upphafi var gefið út að það væri í sérstakri flýtimeðferð.

Þegar fréttastofa náði tali af Agli sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×