Leitað að góðum heimilum fyrir bíóhunda Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:30 Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira