Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 18:40 Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Mynd/Stöð 2 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda. Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda.
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels