Stjórnarsinnar furða sig á reiði vegna orða Sigmundar Davíðs Bjarki Ármannsson skrifar 23. nóvember 2014 21:15 Páll, Sturla og Guðfinna tjá sig öll um viðbrögð við lekamálinu. Vísir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, gerir neikvæð viðbrögð við ummælum forsætisráðherra um lekamálið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. Þar spyr hún hvort fólkið sem sé „brjálað út í þessa ríkisstjórn“ sé ekki „meira og minna sama fólkið sem var brjálað út í síðustu ríkisstjórn og þar síðustu.“ Spyr hún einnig hvort þetta fólk þurfi ekki bara að fá sér „áhugamál eða góðan sálfræðing.“ Vísir tók um helgina saman safn ummæla á samfélagsmiðlum þar sem fólk lýsti yfir megnri óánægju með orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, úr viðtali við mbl.is, um þann lærdóm sem mætti draga af lekamálinu. Sagði hann meðal annars að það væri „ástæða fyrir alla að hafa áhyggjur af því hvernig þjóðfélagsumræðan hafi þróast hér á landi“ og gengið hafi verið fram af „grimmd“ gagnvart Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra.Ummæli Guðfinnu á Facebook.Mynd/Skjáskot800-manna þjóðin Guðfinna er ein nokkurra stjórnarsinna sem furðar sig á fjaðrafokinu í kringum þessi ummæli Sigmundar. Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, talar um „800-manna þjóðina“ í bloggpistli sínum um málið. Hann segir sama fólkið og mætti til mótmæla á Austurvelli fyrr í vikunni hafa tekið æðiskast yfir ummælunum.800-manna þjóðin telur sig öllu ráða á Íslandi og tekur því vægast sagt illa ef forsætisráðherra situr ekki og stendur eins og 800-manna þjóðin krefst, skrifar Páll. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, skrifar grein á Pressunni sem ber heitið „Leggjumst á árar og bætum samfélagið.“ Hann tekur þar undir áhyggjur Sigmundar Davíðs af hatrinu „sem er ræktað í samfélaginu.“Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein, skrifar Sturla.Það er rétt sem bent hefur verið á að bæta þarf stjórnmálamenninguna í landinu. Og nú er lag. Fjölmiðlar ættu að efna til umræðu og fréttaþátta sem hefðu það verkefni að kalla eftir tillögum og ræða lausnir í þjóðar þágu. Gefum spekingum Kastljóssins frí frá því verkefni að ala á hatri í samfélaginu en þess í stað leggjast á árar við að bæta samfélagið.Gettysborgarræða Sigmundar Baldur Hermannsson, fyrrverandi menntaskólakennari, segir svo Sigmund hitta naglann á höfuðið „með hverri setningu“ í ræðu sinni á haustfundi Framsóknar og segir það „Gettysborgarræðu“ hans. Vitnar hann sérstaklega til ummæla Sigmundar um „landráðamenn“: Þetta eru þeir sem litu á fall fjármálakerfisins, bankahrunið, sem staðfestingu þess að hugmyndin hefði ekki gengið upp. Þeir töldu áfallið vera einhvers konar réttlætingu á sjálfum sér og því viðhorfi að Ísland væri og hefði alltaf verið vonlaust. Nú, sex árum seinna óttast þeir hins vegar að draumurinn um vonlausa Ísland sé að fjara út. Viðbrögðin birtast oft sem furðuleg heift og því miður hefur þessi heift og neikvæðni fengið meiri athygli og verið meira ráðandi í umræðunni en eðlilegt, hvað þá æskilegt, getur talist. Tengdar fréttir „Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umræðuna sjaldan hafa verið jafnóbilgjarna og nú. 23. nóvember 2014 10:36 Mikil reiði vegna ummæla Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þjóðin eigi að læra af afsögn Hönnu Birnu og líta í eigin barm. 22. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, gerir neikvæð viðbrögð við ummælum forsætisráðherra um lekamálið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. Þar spyr hún hvort fólkið sem sé „brjálað út í þessa ríkisstjórn“ sé ekki „meira og minna sama fólkið sem var brjálað út í síðustu ríkisstjórn og þar síðustu.“ Spyr hún einnig hvort þetta fólk þurfi ekki bara að fá sér „áhugamál eða góðan sálfræðing.“ Vísir tók um helgina saman safn ummæla á samfélagsmiðlum þar sem fólk lýsti yfir megnri óánægju með orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, úr viðtali við mbl.is, um þann lærdóm sem mætti draga af lekamálinu. Sagði hann meðal annars að það væri „ástæða fyrir alla að hafa áhyggjur af því hvernig þjóðfélagsumræðan hafi þróast hér á landi“ og gengið hafi verið fram af „grimmd“ gagnvart Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra.Ummæli Guðfinnu á Facebook.Mynd/Skjáskot800-manna þjóðin Guðfinna er ein nokkurra stjórnarsinna sem furðar sig á fjaðrafokinu í kringum þessi ummæli Sigmundar. Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, talar um „800-manna þjóðina“ í bloggpistli sínum um málið. Hann segir sama fólkið og mætti til mótmæla á Austurvelli fyrr í vikunni hafa tekið æðiskast yfir ummælunum.800-manna þjóðin telur sig öllu ráða á Íslandi og tekur því vægast sagt illa ef forsætisráðherra situr ekki og stendur eins og 800-manna þjóðin krefst, skrifar Páll. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, skrifar grein á Pressunni sem ber heitið „Leggjumst á árar og bætum samfélagið.“ Hann tekur þar undir áhyggjur Sigmundar Davíðs af hatrinu „sem er ræktað í samfélaginu.“Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein, skrifar Sturla.Það er rétt sem bent hefur verið á að bæta þarf stjórnmálamenninguna í landinu. Og nú er lag. Fjölmiðlar ættu að efna til umræðu og fréttaþátta sem hefðu það verkefni að kalla eftir tillögum og ræða lausnir í þjóðar þágu. Gefum spekingum Kastljóssins frí frá því verkefni að ala á hatri í samfélaginu en þess í stað leggjast á árar við að bæta samfélagið.Gettysborgarræða Sigmundar Baldur Hermannsson, fyrrverandi menntaskólakennari, segir svo Sigmund hitta naglann á höfuðið „með hverri setningu“ í ræðu sinni á haustfundi Framsóknar og segir það „Gettysborgarræðu“ hans. Vitnar hann sérstaklega til ummæla Sigmundar um „landráðamenn“: Þetta eru þeir sem litu á fall fjármálakerfisins, bankahrunið, sem staðfestingu þess að hugmyndin hefði ekki gengið upp. Þeir töldu áfallið vera einhvers konar réttlætingu á sjálfum sér og því viðhorfi að Ísland væri og hefði alltaf verið vonlaust. Nú, sex árum seinna óttast þeir hins vegar að draumurinn um vonlausa Ísland sé að fjara út. Viðbrögðin birtast oft sem furðuleg heift og því miður hefur þessi heift og neikvæðni fengið meiri athygli og verið meira ráðandi í umræðunni en eðlilegt, hvað þá æskilegt, getur talist.
Tengdar fréttir „Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umræðuna sjaldan hafa verið jafnóbilgjarna og nú. 23. nóvember 2014 10:36 Mikil reiði vegna ummæla Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þjóðin eigi að læra af afsögn Hönnu Birnu og líta í eigin barm. 22. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
„Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umræðuna sjaldan hafa verið jafnóbilgjarna og nú. 23. nóvember 2014 10:36
Mikil reiði vegna ummæla Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þjóðin eigi að læra af afsögn Hönnu Birnu og líta í eigin barm. 22. nóvember 2014 11:00