„Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 10:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“ Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira