Bein tengsl á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2014 08:39 Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson, Lilja Pétursdóttir, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hildur Rafnsdóttir og Þórhildur Þórarinsdóttir. mynd/aðsend Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst rannsakaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Niðurstöður leiddu í ljós að einkavæðingu áfengissölu fylgir mikil aukning á verslunum sem sjá um sölu áfengis en þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Niðurstaða verkefnisins er sú að aðgengi að áfengi verði meira eftir því sem sölustaðir verða fleiri og samkeppni færist á markað. Í langflestum tilfellum leiði það til aukinnar áfengisneyslu á höfðatölu. Yfirleitt sé bann á áfengisauglýsingum afnumið þegar salan sé einkavædd. Höfundar verkefnisins benda á að flestar rannsóknir segja að bein tengsl séu á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda og félagslegs vanda. Markmið verkefnisins var að kanna hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Höfundar leituðust við að rannsaka þau áhrif á hlutlausan hátt og fengu aðstoð sérfróðra manna er vel þekkja til þeirra málefna sem frumvarpið snertir. Ennfremur sé Ísland aðildarríki að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Það er mat höfunda að áfengislagafrumvarpið sé í mótsögn við þá áætlun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi í áfengis- og vímuvörnum, en stofnunin leggur til að draga úr lýðheilsu- og félagslegum vanda með takmörkun á aðgengi og þannig draga úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Með því að samþykkja frumvarpið væri verið að ganga gegn þessari stefnu sem sett hefur verið af stjórnvöldum,“ segir í tilkynningu frá Bifröst. Verkefnið þótti vera framúrskarandi rannsókn að mati 2ja prófdómara og hlaut verðlaun sem besta misserisverkefnið. Hópinn skipuðu Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson, Lilja Pétursdóttir, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hildur Rafnsdóttir og Þórhildur Þórarinsdóttir. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf í september sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst rannsakaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Niðurstöður leiddu í ljós að einkavæðingu áfengissölu fylgir mikil aukning á verslunum sem sjá um sölu áfengis en þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Niðurstaða verkefnisins er sú að aðgengi að áfengi verði meira eftir því sem sölustaðir verða fleiri og samkeppni færist á markað. Í langflestum tilfellum leiði það til aukinnar áfengisneyslu á höfðatölu. Yfirleitt sé bann á áfengisauglýsingum afnumið þegar salan sé einkavædd. Höfundar verkefnisins benda á að flestar rannsóknir segja að bein tengsl séu á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda og félagslegs vanda. Markmið verkefnisins var að kanna hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Höfundar leituðust við að rannsaka þau áhrif á hlutlausan hátt og fengu aðstoð sérfróðra manna er vel þekkja til þeirra málefna sem frumvarpið snertir. Ennfremur sé Ísland aðildarríki að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Það er mat höfunda að áfengislagafrumvarpið sé í mótsögn við þá áætlun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi í áfengis- og vímuvörnum, en stofnunin leggur til að draga úr lýðheilsu- og félagslegum vanda með takmörkun á aðgengi og þannig draga úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Með því að samþykkja frumvarpið væri verið að ganga gegn þessari stefnu sem sett hefur verið af stjórnvöldum,“ segir í tilkynningu frá Bifröst. Verkefnið þótti vera framúrskarandi rannsókn að mati 2ja prófdómara og hlaut verðlaun sem besta misserisverkefnið. Hópinn skipuðu Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson, Lilja Pétursdóttir, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hildur Rafnsdóttir og Þórhildur Þórarinsdóttir. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf í september sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira