Beið í fjóra tíma eftir lækni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 19:15 Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira