Beið í fjóra tíma eftir lækni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 19:15 Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Maður sem leitaði á bráðamóttöku í dag vegna verkja í brjósti og öndunarerfiðleika þurfti að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir að hitta lækna vegna verkfallsins. Læknir á deildinni óttast að enginn raunverulegur samningsvilji sé hjá ríkinu og íhugar að flytja úr landi. Læknar eru í verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í dag og þjónustan því takmörkuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólk og bið eftir því að hitta lækna. Rósant Rósantsson hafði beðið rúmlega fjóra tíma eftir því að hitta lækni þegar fréttamaður ræddi við hann í dag. Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. Rósant segir að hann hafi frestað því í lengstu lög að leita á spítalann vegna verkfallsins. Hann styðji læknana í baráttunni sinni en það sé erfitt fyrir veikt fólk að bíða lengi og vera í mikilli óvissu um hvenær einhver nái að sinna þeim. Hann hafi upplifað stress og kvíða og það hafi ekki hjálpað í veikindunum. Bergur Stefánsson var á vakt á bráðamóttökunni í dag. Hann segir álagið hafa verið mikið. „Það er lögð rosalega mikil vinna í það að finna út þá sem eru bráðveikir og þá sem að þola ekki biðina,“ segir Stefán en því miður komi upp einstaka tilfelli þar sem fólk lendi í því að bíða lengur en því finnist eðlilegt. Hann segir þreytu komna í starfsfólk þar sem verkfallsaðgerðir síðustu vikna séu farnar að segja mikið til sín. Læknar hafi áhyggjur af því hversu lítið miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Ákveðinn ótti um að það sé í raun enginn alvöru samningsvilji í gangi,“ segir Bergur og ef engar breytingar verði á þá sé hættan sú að sú hæga endurnýjun lækna sem hafi verið í gangi stöðvist alveg. Bergur segist hafa íhugað það bæði fyrir og eftir verkfall að flytja til útlanda. „ Mig langar ekkert út fjölskyldulega séð. Mig langar ekkert út vinnulega séð. Ég vil vinna hérna. Ég vil starfa hérna en þegar aðstæður eru gerðar þannig að þetta reynist illmögulegt þá skoðar maður aðra kosti,“ segir Bergur Stefánsson.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira