Stjórnarformaður Strætó: Vinnubrögð Reynis „ekki í boði“ hjá opinberu félagi Bjarki Ármannsson skrifar 25. nóvember 2014 20:50 Bryndís Haraldsdóttir segir að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra. Vísir Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að viðskipti á borð við þau sem stunduð voru við fyrirtækið Gagnalausnir ehf. , sem er í eigu bróður fráfarandi framkvæmdastóra Strætó, séu „ekki í boði“ hjá opinberu félagi. Þetta kom fram í viðtali við Bryndísi í Kastljósi á RÚV. Reynir Jónsson hætti sem framkvæmdastjóri félagsins í gær en DV greindi frá því í dag að Strætó hefði greitt Gagnalausnum tuttugu milljónir fyrir fjögur verkefni á síðastliðnum fimm árum. Ekkert verkefnanna var boðið út. „Mér var ekki kunnugt um þetta fyrir en fyrirspurn kemur frá DV,“ sagði Bryndís. „Það er auðvitað þannig að árið 2014 er ekkert í boði hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings að versla við einhvern sem er þér nákominn án þess að það fari að minnsta kosti í útboð. Enginn í stjórninni vissi af þessu.“ Hún segir jafnframt að engin skjöl séu til um kaup Reynis á tíu milljón króna jeppa til einkanota en greint var frá því að stjórnin var ekki upplýst um þau kaup á sínum tíma. Þessi tvö mál séu þess valdandi að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnarinnar og Reynis. „Það kann að vera að við hefðum átt að vita um þetta fyrr,“ sagði Bryndís, spurð hvort það væri ekki „áfellisdómur“ yfir stjórninni að hún hefði ekki vitað um bílakaupin. „Við verðum auðvitað bara að treysta þeim sem starfa fyrir okkur og við treystum því fólki. Það má auðvitað ekki gleyma því í öllu þessu að Reynir er búinn að starfa hjá okkur lengi og vinna gott starf. Ég held að þetta hafi verið mistök hjá Reyni.“ Tengdar fréttir Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að viðskipti á borð við þau sem stunduð voru við fyrirtækið Gagnalausnir ehf. , sem er í eigu bróður fráfarandi framkvæmdastóra Strætó, séu „ekki í boði“ hjá opinberu félagi. Þetta kom fram í viðtali við Bryndísi í Kastljósi á RÚV. Reynir Jónsson hætti sem framkvæmdastjóri félagsins í gær en DV greindi frá því í dag að Strætó hefði greitt Gagnalausnum tuttugu milljónir fyrir fjögur verkefni á síðastliðnum fimm árum. Ekkert verkefnanna var boðið út. „Mér var ekki kunnugt um þetta fyrir en fyrirspurn kemur frá DV,“ sagði Bryndís. „Það er auðvitað þannig að árið 2014 er ekkert í boði hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings að versla við einhvern sem er þér nákominn án þess að það fari að minnsta kosti í útboð. Enginn í stjórninni vissi af þessu.“ Hún segir jafnframt að engin skjöl séu til um kaup Reynis á tíu milljón króna jeppa til einkanota en greint var frá því að stjórnin var ekki upplýst um þau kaup á sínum tíma. Þessi tvö mál séu þess valdandi að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnarinnar og Reynis. „Það kann að vera að við hefðum átt að vita um þetta fyrr,“ sagði Bryndís, spurð hvort það væri ekki „áfellisdómur“ yfir stjórninni að hún hefði ekki vitað um bílakaupin. „Við verðum auðvitað bara að treysta þeim sem starfa fyrir okkur og við treystum því fólki. Það má auðvitað ekki gleyma því í öllu þessu að Reynir er búinn að starfa hjá okkur lengi og vinna gott starf. Ég held að þetta hafi verið mistök hjá Reyni.“
Tengdar fréttir Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00
Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00
Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40
Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00
Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00