Tillögur frá lesendum: Að dampa, blika eða eima? Bjarki Ármannsson skrifar 25. nóvember 2014 23:11 Er þessi maður að mista eða raffa? Vísir/AP Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
“Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23