Veltir því upp hvort tengsl við dómara hafi tryggt sýknudóm Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 19:58 „Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36