Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta er algjörlega ótækt ástand“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2014 21:23 Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. Borgarstjóri segir kreppu ríkja í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi en borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fjölga félagslegum leiguíbúðum um fimm hundruð. Fjallað var um búsetu í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Búseta sem þessi er birtingarmynd húsnæðisvandans sem blasir við sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi Reykjavík. Þörfin fyrir félagslegt húsnæði er sannarlega mikil. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík eru samanlagt þrettán hundruð einstaklingar á biðlista eftir húsnæði. Þar af eru átta hundruð sextíu og níu í brýnni þörf fyrir húsnæði. Leiguherbergin sem voru til umfjöllunar í Brestum eru í einkaeigu og eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hafa félagsráðgjafar í Kópavogi og Reykjavík margoft vísað skjólstæðingum til leigumiðlunar af þessum toga. Dæmi eru um að sveitarfélögin hafi greitt slíkum leigusölum milliliðalaust leigutryggingu. „Þetta endurspeglar auðvitað mjög alvarlega stöðu á leigumarkaði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Ég ef ekki legið á þeirri skoðun minni að það er í raun kreppa í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi. Þess vegna er þetta svona brýnt úrlausnarefni.“ Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra og þar með ráðherra húsnæðismála, tekur í sama streng: „Þetta er algjörlega ótækt ástand. Samkvæmt könnun okkar frá því í sumar kom fram að um tvö þúsund manns eru nú á biðlista eftir húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta er fólkið sem er í mestum félagslegum og fjárhagslegum vanda í okkar samfélagið við einfaldlega verðum að breyta þessu.“ Borgarráð samþykkti í dag tillögur Dags um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um fimm hundruð á næstu fimm árum. Þessi fjárfesting nemur um þrettán komma fimm milljörðum króna. Dagur segir samþykktina mikilvægan lið í áætlun borgarstjórnar um að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um tvö þúsund og fimm hundruð. „Við erum að vinna með einkaaðilum á uppbyggingarsvæðum um að öll ný svæði sem fara nú í uppbyggingu verði með að minnsta kosti fjórðung alls húsnæðis á leigumarkaði. Þannig að við fáum miklu heilbrigðari húsnæðismarkað. Við horfum núna til þess að það verði tekið af skarið með aðgerðir fyrir leigumarkaðinn bæði húsaleigubætur en líka hvað stuðning ríkið ætlar að koma með inn í uppbyggingu á húsnæði af þessu tagi.“ Eygló bendir á að það sé hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði. Engu að síður geti ríkið stutt við bakið á fólki með húsaleigubótum og öðrum aðferðum. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setjast niður með sveitarfélögunum og fara yfir hvað þarf að gera meira til að taka á þessum vanda. Þarf mögulega að skerpa á lagaskildunni? Því við hljótum öll að vera sammála um að þessi staða er algjörlega ótækt,“ segir Eygló að lokum. Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. Borgarstjóri segir kreppu ríkja í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi en borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fjölga félagslegum leiguíbúðum um fimm hundruð. Fjallað var um búsetu í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Búseta sem þessi er birtingarmynd húsnæðisvandans sem blasir við sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi Reykjavík. Þörfin fyrir félagslegt húsnæði er sannarlega mikil. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík eru samanlagt þrettán hundruð einstaklingar á biðlista eftir húsnæði. Þar af eru átta hundruð sextíu og níu í brýnni þörf fyrir húsnæði. Leiguherbergin sem voru til umfjöllunar í Brestum eru í einkaeigu og eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hafa félagsráðgjafar í Kópavogi og Reykjavík margoft vísað skjólstæðingum til leigumiðlunar af þessum toga. Dæmi eru um að sveitarfélögin hafi greitt slíkum leigusölum milliliðalaust leigutryggingu. „Þetta endurspeglar auðvitað mjög alvarlega stöðu á leigumarkaði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Ég ef ekki legið á þeirri skoðun minni að það er í raun kreppa í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi. Þess vegna er þetta svona brýnt úrlausnarefni.“ Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra og þar með ráðherra húsnæðismála, tekur í sama streng: „Þetta er algjörlega ótækt ástand. Samkvæmt könnun okkar frá því í sumar kom fram að um tvö þúsund manns eru nú á biðlista eftir húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta er fólkið sem er í mestum félagslegum og fjárhagslegum vanda í okkar samfélagið við einfaldlega verðum að breyta þessu.“ Borgarráð samþykkti í dag tillögur Dags um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um fimm hundruð á næstu fimm árum. Þessi fjárfesting nemur um þrettán komma fimm milljörðum króna. Dagur segir samþykktina mikilvægan lið í áætlun borgarstjórnar um að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um tvö þúsund og fimm hundruð. „Við erum að vinna með einkaaðilum á uppbyggingarsvæðum um að öll ný svæði sem fara nú í uppbyggingu verði með að minnsta kosti fjórðung alls húsnæðis á leigumarkaði. Þannig að við fáum miklu heilbrigðari húsnæðismarkað. Við horfum núna til þess að það verði tekið af skarið með aðgerðir fyrir leigumarkaðinn bæði húsaleigubætur en líka hvað stuðning ríkið ætlar að koma með inn í uppbyggingu á húsnæði af þessu tagi.“ Eygló bendir á að það sé hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði. Engu að síður geti ríkið stutt við bakið á fólki með húsaleigubótum og öðrum aðferðum. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setjast niður með sveitarfélögunum og fara yfir hvað þarf að gera meira til að taka á þessum vanda. Þarf mögulega að skerpa á lagaskildunni? Því við hljótum öll að vera sammála um að þessi staða er algjörlega ótækt,“ segir Eygló að lokum.
Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19
Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16