Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2014 11:25 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. VÍSIR/DANÍEL Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun. Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun.
Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18