Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2014 19:45 Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira