Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2014 19:45 Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira