Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Hjörtur Hjartarson skrifar 13. nóvember 2014 19:30 Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira