Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Hjörtur Hjartarson skrifar 13. nóvember 2014 19:30 Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira