Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Hjörtur Hjartarson skrifar 13. nóvember 2014 19:30 Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira