Fótbolti

Tólfan til Tékklands: Stuð og stemning í Tólfunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuð og stemning í vélinni.
Stuð og stemning í vélinni. Vísir/Davíð
Félagarnir Davíð Óskar Ólafsson og Þorsteinn Magnússon tilheyra fríðum og háværum hópi grjótharðra stuðningsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Hópurinn heldur til Tékklands í dag en framundan er stórleikur heimamanna gegn Íslendingum í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016.

Leikið verður í Plzeň og verður flautað til leiks klukkan 19:45. Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Gummi Ben verða með beina texta- og útvarpslýsingu frá leiknum á Vísi.

Hér fyrir ofan má sjá myndir frá ferðinni hingað til frá þeim félögum og myndbönd hér fyrir neðan. Einnig eru myndbönd frá Tólfunni.

Stuð í flugvélinni:
Ennþá meira stuð:
Tólfan: Rútuferð til Plzen:
Stuð og stemning:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×