Segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2014 14:09 Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Kári Stefánsson segir ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að verða við kröfum lækna, það geti sett samfélagið á hliðina að ganga að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. Læknar hefðu þurft að vera hóflegri í kröfum sínum. Kári sagði á Sprengisandi í morgun að kjaradeila lækna væri alvarlegt og erfitt mál. Fjármálaráðherra hefur sagt að læknar fari fram á tuga prósenta launahækkanir, en á borðinu liggur tilboð uppá tveggja komma átta prósenta hækkun. „Heilbrigðiskerfið mátti náttúrulega ekki við því að það kæmi læknaverkfall ofan á öll önnur vandræði,“ sagði hann. „Mér finnst nú einhvernvegin eins og félagar mínir innan læknasamtakanna hafi verið heldur klaufalegir í hvernig þeir hafa hannað sínar kröfur. Það er mjög erfitt að koma til ríkisstjórnar, eða koma til ríkisins í dag, og fara fram á 30 til 50 prósent launahækkun.“ Kári sagði að kröfur lækna hefðu átt að vega hógværari og samfélagið færi á hliðina ef gengið yrði að kröfum um 30-50 prósenta launahækkanir. „Það er næstum því eins og að koma til manns og segja: ég er með biluð lungu og hjarta, ég þarf lungna- og hjartatransplant, gefðu mér lungun þín og hjarta,“ sagði hann. „Þetta samfélag kemur til með að fara á hliðina ef við göngum að kröfum um 30 til 50 prósent launahækkun. Mér hefði fundist þeir ættu að vera hógværari í prósentukröfum um launahækkun og fara frekar fram á að breyta þrepum í launastigum og svo framvegis og svo framvegis,“ sagði Kári í þættinum. Hann sagði að staðan væri erfið fyrir báða aðila; erfitt væri fyrir ríkið að ganga að kröfunum og að nú ættu læknar erfitt með að bakka með þær. Hann segir þó liggja ljóst fyrir að læknar hafi lækkað mikið í launum síðustu ár. „Staðreyndin er sú að læknar hafa lækkað hlutfallslega í launum töluvert mikið upp á síðkastið. Þetta var hálaunastétt þegar ég var að ljúka læknadeild en hún er það ekki lengur. Hún er einhverstaðar í miðjunni og þessari stétt finnst hún eiga betra skilið,“ sagði hann.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira