Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á Stöð 2 í dag kl. 17.30 í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Forsetinn kemur beint í útsendinguna úr Hörpunni þar sem ráðstefnan um Norðurslóðir hefur verið í brennidepli undanfarna daga með fjölmörgum gestum, innlendum og erlendum.
Forsetinn ætlar að skýra frá helstu tíðindum af ráðstefnunni og ræða þau mál sem efst eru á baugi um þessar mundir.
Gera má ráð fyrir að framtíð hans í forsetaembættinu beri einnig á góma, en skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær sýndi að mikill meirihluti landsmanna vill að Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri taki við af Ólafi Ragnari og setjist að á Bessastöðum.
Í upphafi þáttarins verður jafnframt rætt stuttlega við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, en flokkurinn hélt flokksstjórnarfund í gær.
Forsetinn verður í Eyjunni
