Mótmælir dólgslegri og hrokafullri framkomu ríkisstjórnarinnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 11:26 „Þarf að vera að mótmæla einhverju einu? Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður. Vísir / GVA „Við erum ekki á neins vegum, þetta bar spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmæla sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Til stendur að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar en engin ein krafa er uppi í mótmælunum. Svavar segir að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að lýsa reiði sinni vegna hinna ýmsu aðgerða.Stuðningur við stjórnina fer þverrandi „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt,“ segir Svavar sem segir að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla. „Þarf að vera að mótmæla einhverju einu? Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi. Það er hægt að mótmæla yfirlæti, dónaskap og vondum vinnubrögðum. Það þarf ekki að vera ESB eða stjórnarskráin. Fólk er að koma úr öllum áttum með allskonar reiði og það þarf bara að gefa því útrás fyrir hana.“ Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 39 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum en þá vann flokkurinn mikinn kosningasigur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó haldið velli í skoðanakönnunum.Brynjar lýsti í morgun furðu sinni á boðuðum mótmælum.Vísir / StefánVill ekki hroka heldur auðmýkt „Ég er svona maður fyrir lágmarkskröfur, bara til að byrja. Ég vil byrja hverja ökuferð í fyrsta gír, það þýðir ekki að byrja í fjórða gír, þá drepur bara bíllinn á sér,“ segir Svavar. „En maður getur beðið þetta fólk, eins og til dæmis Brynjar Níelsson, að stilla hrokanum í hóf og tala eins og manneskjur og koma fram af auðmýkt, eins og kjörnu fulltrúarnir sem það er. Við erum ekki á nítjándu öldinni, þau eru ekki í pípuhöttum og við erum ekki einhver sauðsvartur almúgi. Við búum í jafnræðisþjóðfélagi.“ Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. Meðal annarra áðurnefndur Brynjar sem birti bloggfærslu í morgun þar sem hann spurði hvaða verkum ríkisstjórnarinnar væri verið að mótmæla. Taldi hann upp að kaupmáttur heimilanna hefði aukist, fjöldi nýrra starfa hefði orðið til með aukinni fjárfestingu og að verðbólgumarkmiðum hafi verið áð. Velti hann því einnig upp hvort mótmæla ætti almennum skattalækkunum, að jafnvægi væri komið í ríkisfjármál eða yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að uppbygging Landspítalans myndi hefjast á kjörtímabilinu.Vill að stjórnin hætti að naga í grunnstoðirnarSvavar Knútur segist persónulega vera að mótmæla aðför ríkisstjórnarinnar að grunnstoðum samfélagsins. „Ég vil að það sé hætt að naga í þessar grunnstoðir samfélagsins eins og menntun fyrir alla. Að það sé ekki verið að daðra við það að þegar fólk er komið yfir 25 ára aldur þá megi það bara ekki fara aftur í skóla nema það borgi milljón fyrir að fara í einhvern einkaskóla. Það er hægt og rólega verið að færa fólk inn í einkarekin úrræði í heilbrigðiskerfinu,“ segir hann. Svavar nefnir líka lekamálið sem dæmi um léleg vinnubrögð stjórnarinnar. „Að hinu opinbera sé ekki treystandi fyrir upplýsingum um fólkið í landinu,“ segir hann. „Þetta eru ófaglega vinnubrögð og það er ótrúlega sorglegt að búa í samfélagi sem er eitt ríkasta land í heimi en geta ekki verið með faglega ráðherra sem vinna sitt af fagmennsku og trúmennsku.“Krefst ekki afsagnarKrafa um að ríkisstjórnir segi af sér hefur verið áberandi í mótmælunum síðustu ára en engin ein krafa hefur verið lögð fyrir mótmælafundinn nú. Sjálfur segist Svavar ekki gera þá kröfu að stjórnin segi af sér heldur hún viðhafi önnur vinnubrögð. „Það er ekki mitt að heimta að fólk segi af sér. Það verða fleiri raddir að hrópa og öskra,“ útskýrir hann. Svavar vísar í uppeldi sitt þegar hann ræðir um kröfuna sína á fundinum í dag. „Ég er alinn upp á heimili þar sem kurteisi var alveg ofboðslega mikið mál. Ef að það kom vondur gestur og lét illa, þá sögðu menn „jæja“ einu sinni. Ef hann áttaði sig ekki á því að hann væri að hegða sér illa og byrjaði að hegða sér vel þá sögðu menn „jæja“ aðeins hærra, byrstu sig og jafnvel stóðu upp. Og ef hann náði því ekki, þá var sagt jæja í þriðja skiptið og tekið í hnakkadrambið á viðkomandi og út með hann. Þetta er eiginlega bara fyrsta „jæja“ hjá mér,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Þúsundir boðað komu sína á Austurvöll Hátt í 6.000 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll klukkan 17 í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 3. nóvember 2014 07:33 Karl Garðarsson telur mótmælin tilefnislaus Þingmaður Framsóknarflokksins sendir þeim sem ætla að mótmæla í dag tóninn með írónískri glósu. 3. nóvember 2014 10:03 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Við erum ekki á neins vegum, þetta bar spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmæla sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Til stendur að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar en engin ein krafa er uppi í mótmælunum. Svavar segir að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að lýsa reiði sinni vegna hinna ýmsu aðgerða.Stuðningur við stjórnina fer þverrandi „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt,“ segir Svavar sem segir að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla. „Þarf að vera að mótmæla einhverju einu? Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi. Það er hægt að mótmæla yfirlæti, dónaskap og vondum vinnubrögðum. Það þarf ekki að vera ESB eða stjórnarskráin. Fólk er að koma úr öllum áttum með allskonar reiði og það þarf bara að gefa því útrás fyrir hana.“ Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 39 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum en þá vann flokkurinn mikinn kosningasigur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó haldið velli í skoðanakönnunum.Brynjar lýsti í morgun furðu sinni á boðuðum mótmælum.Vísir / StefánVill ekki hroka heldur auðmýkt „Ég er svona maður fyrir lágmarkskröfur, bara til að byrja. Ég vil byrja hverja ökuferð í fyrsta gír, það þýðir ekki að byrja í fjórða gír, þá drepur bara bíllinn á sér,“ segir Svavar. „En maður getur beðið þetta fólk, eins og til dæmis Brynjar Níelsson, að stilla hrokanum í hóf og tala eins og manneskjur og koma fram af auðmýkt, eins og kjörnu fulltrúarnir sem það er. Við erum ekki á nítjándu öldinni, þau eru ekki í pípuhöttum og við erum ekki einhver sauðsvartur almúgi. Við búum í jafnræðisþjóðfélagi.“ Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. Meðal annarra áðurnefndur Brynjar sem birti bloggfærslu í morgun þar sem hann spurði hvaða verkum ríkisstjórnarinnar væri verið að mótmæla. Taldi hann upp að kaupmáttur heimilanna hefði aukist, fjöldi nýrra starfa hefði orðið til með aukinni fjárfestingu og að verðbólgumarkmiðum hafi verið áð. Velti hann því einnig upp hvort mótmæla ætti almennum skattalækkunum, að jafnvægi væri komið í ríkisfjármál eða yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að uppbygging Landspítalans myndi hefjast á kjörtímabilinu.Vill að stjórnin hætti að naga í grunnstoðirnarSvavar Knútur segist persónulega vera að mótmæla aðför ríkisstjórnarinnar að grunnstoðum samfélagsins. „Ég vil að það sé hætt að naga í þessar grunnstoðir samfélagsins eins og menntun fyrir alla. Að það sé ekki verið að daðra við það að þegar fólk er komið yfir 25 ára aldur þá megi það bara ekki fara aftur í skóla nema það borgi milljón fyrir að fara í einhvern einkaskóla. Það er hægt og rólega verið að færa fólk inn í einkarekin úrræði í heilbrigðiskerfinu,“ segir hann. Svavar nefnir líka lekamálið sem dæmi um léleg vinnubrögð stjórnarinnar. „Að hinu opinbera sé ekki treystandi fyrir upplýsingum um fólkið í landinu,“ segir hann. „Þetta eru ófaglega vinnubrögð og það er ótrúlega sorglegt að búa í samfélagi sem er eitt ríkasta land í heimi en geta ekki verið með faglega ráðherra sem vinna sitt af fagmennsku og trúmennsku.“Krefst ekki afsagnarKrafa um að ríkisstjórnir segi af sér hefur verið áberandi í mótmælunum síðustu ára en engin ein krafa hefur verið lögð fyrir mótmælafundinn nú. Sjálfur segist Svavar ekki gera þá kröfu að stjórnin segi af sér heldur hún viðhafi önnur vinnubrögð. „Það er ekki mitt að heimta að fólk segi af sér. Það verða fleiri raddir að hrópa og öskra,“ útskýrir hann. Svavar vísar í uppeldi sitt þegar hann ræðir um kröfuna sína á fundinum í dag. „Ég er alinn upp á heimili þar sem kurteisi var alveg ofboðslega mikið mál. Ef að það kom vondur gestur og lét illa, þá sögðu menn „jæja“ einu sinni. Ef hann áttaði sig ekki á því að hann væri að hegða sér illa og byrjaði að hegða sér vel þá sögðu menn „jæja“ aðeins hærra, byrstu sig og jafnvel stóðu upp. Og ef hann náði því ekki, þá var sagt jæja í þriðja skiptið og tekið í hnakkadrambið á viðkomandi og út með hann. Þetta er eiginlega bara fyrsta „jæja“ hjá mér,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Þúsundir boðað komu sína á Austurvöll Hátt í 6.000 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll klukkan 17 í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 3. nóvember 2014 07:33 Karl Garðarsson telur mótmælin tilefnislaus Þingmaður Framsóknarflokksins sendir þeim sem ætla að mótmæla í dag tóninn með írónískri glósu. 3. nóvember 2014 10:03 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Þúsundir boðað komu sína á Austurvöll Hátt í 6.000 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll klukkan 17 í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 3. nóvember 2014 07:33
Karl Garðarsson telur mótmælin tilefnislaus Þingmaður Framsóknarflokksins sendir þeim sem ætla að mótmæla í dag tóninn með írónískri glósu. 3. nóvember 2014 10:03