Innlent

Borgarbókasafn flytur í Spöngina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nýtt Borgarbókasafn opnar í Spönginni þann 6. desember.
Nýtt Borgarbókasafn opnar í Spönginni þann 6. desember. Vísir/GVA
Útibúi Borgarsafns Grafarvogi, Foldasafni, verður lokað frá og með mánudeginum 17. nóvember næstkomandi.

Safnið flytur í Spöngina og opnar þar laugardaginn 6. desember klukkan 14.

Í tilkynningu frá Borgarbókasafni segir að gestir safnsins þurfi „þó ekki að hafa áhyggjur af því efni sem tekið er að láni þessa daga fram að lokun því skiladagur á því er ekki fyrr en 15. desember. Þetta á þó ekki við um kvikmyndir á DVD-diskum, sem eru eins og áður lánaðar út í tvo daga. Að venju er hægt að skila í öllum söfnum Borgarbókasafns.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×