Giftingarhringurinn fannst eftir rúmt ár í blóðmörskepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:16 Hringurinn fannst djúpt inni í seinasta blóðmörskeppnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira