Giftingarhringurinn fannst eftir rúmt ár í blóðmörskepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:16 Hringurinn fannst djúpt inni í seinasta blóðmörskeppnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“ Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Sjá meira
Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Sjá meira