Frumflutningur á Vísi: Glænýr sérþáttur Party Zone Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 12:15 „Dansþáttur þjóðarinnar hefur vegna fjölda áskoranna ákveðið að setja af stað nýjan úrvarpsþátt. Það er löngu kominn tími á sérþátt sem sinnir öllum bestu lögum þáttarins frá upphafi,“ segir Helgi Már. Hann stjórnar hinum gamalgróna útvarpsþætti Party Zone ásamt Kristjáni Helga. Þeir félagar snúa aftur á Vísi í dag með sérþátt Party Zone en framvegis fer nýr sérþáttur í loftið fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Þemað í fyrsta þættinum, sem fylgir fréttinni, er dansárið mikla 1995. „Þetta er árið sem Party Zone gaf út safndiskinn PartyZone ´95 og hann sat á toppi íslenska breiðskífulistans í þrjár vikur, öllum poppurum bæjarins til mikillar furðu. Þetta er sömuleiðis árið sem útíhátiðin Uxi´95 var haldin og við í þættinum héldum fimm ára afmæli Party Zone á Tunglingu, og héldum að við værum orðnir fáránlega gamlir. Þar komu fram Masters at Work, Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega. Þetta var jafnframt fyrsta Party Zone-kvöldið þar sem við buðum uppá erlenda plötusnúða. Talandi um að byrja á toppnum,“ segir Helgi glaður í bragði. Helgi er í skýjunum með að frumflytja sérþáttinn á Vísi í dag en næsti þáttur fer í loftið þann 6. desember. Þá ætlar DJ Grétar að setja saman mix. „Við vonum að þessi þáttur eigi eftir að vekja lukku og góða stemmingu. Hver veit nema að við höldum annað PZ´95-kvöld fljótlega.“ Tónlist PartyZone Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Dansþáttur þjóðarinnar hefur vegna fjölda áskoranna ákveðið að setja af stað nýjan úrvarpsþátt. Það er löngu kominn tími á sérþátt sem sinnir öllum bestu lögum þáttarins frá upphafi,“ segir Helgi Már. Hann stjórnar hinum gamalgróna útvarpsþætti Party Zone ásamt Kristjáni Helga. Þeir félagar snúa aftur á Vísi í dag með sérþátt Party Zone en framvegis fer nýr sérþáttur í loftið fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Þemað í fyrsta þættinum, sem fylgir fréttinni, er dansárið mikla 1995. „Þetta er árið sem Party Zone gaf út safndiskinn PartyZone ´95 og hann sat á toppi íslenska breiðskífulistans í þrjár vikur, öllum poppurum bæjarins til mikillar furðu. Þetta er sömuleiðis árið sem útíhátiðin Uxi´95 var haldin og við í þættinum héldum fimm ára afmæli Party Zone á Tunglingu, og héldum að við værum orðnir fáránlega gamlir. Þar komu fram Masters at Work, Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega. Þetta var jafnframt fyrsta Party Zone-kvöldið þar sem við buðum uppá erlenda plötusnúða. Talandi um að byrja á toppnum,“ segir Helgi glaður í bragði. Helgi er í skýjunum með að frumflytja sérþáttinn á Vísi í dag en næsti þáttur fer í loftið þann 6. desember. Þá ætlar DJ Grétar að setja saman mix. „Við vonum að þessi þáttur eigi eftir að vekja lukku og góða stemmingu. Hver veit nema að við höldum annað PZ´95-kvöld fljótlega.“
Tónlist PartyZone Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira