Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 19:07 Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52