Ólafur Jóh: Aðstoðarþjálfararnir mínir eru ekki bara keiluberar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 10:15 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson. Mynd/Heimasíða Vals Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn