Ólafur Jóh: Aðstoðarþjálfararnir mínir eru ekki bara keiluberar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 10:15 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson. Mynd/Heimasíða Vals Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30