Innlent

Umræðan um byssurnar gæti skaðað ímynd lögreglunnar

Skiptar skoðanir eru meðal almennings um vopnabúnað lögreglu, en eins og kunnugt er hafa Landhelgisgæslan og lögreglan fengið 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum.

Formaður Landsambands lögreglumanna óttast að umræðan um málið rýri traust almennings til lögreglu.

Byssurnar kostuðu um 11,5 milljónir króna, en Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fréttum okkar í gær að gæslan gerði ekki ráð fyrir að þurfa að borga fyrir byssurnar, þar sem norski herinn hafi hingað til ekki rukkað fyrir álíka sendingar til Íslendinga.

Vopnin hafa verið á Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar, og óvíst er hvenær þau verða afgreidd úr tollinum.

Snorri Magnússon, Formaður landsambands lögreglumanna, sagði í þættinum Eyjunni í gær að hann óttaðist að umræðan um málið myndi ekki hafa góð áhrif á traust almennings til lögreglu.

Málið hefur farið hátt í samfélagsumræðunni síðustu daga og ljóst er að afar skiptar skoðanir eru á málinu meðal almennings.


Tengdar fréttir

Minna öryggi með vígbúnaði

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að aukinn vopnaburður lögreglu ýti undir notkun á vopnum á meðal glæpamanna. Þá sé framandi veruleiki að lögreglan búi yfir hátæknivopnum, fólk hrylli við slíku.

Byssurnar um borð í skipin

Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti.

Ráðherrar sverja af sér vélbyssur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti

Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin

Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar.

MP5 sögð öruggari en skammbyssa

Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær.

Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum

Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.