Fyrrverandi leyniskytta nú fjölskyldufaðir í Kópavogi Edda Sif Pálsdóttir skrifar 27. október 2014 15:10 17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira