Fyrrverandi leyniskytta nú fjölskyldufaðir í Kópavogi Edda Sif Pálsdóttir skrifar 27. október 2014 15:10 17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira