Gert að senda börnin sín til Bandaríkjanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 13:17 Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms. Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira