Gert að senda börnin sín til Bandaríkjanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 13:17 Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms. Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira