Del Bosque: Bjuggumst ekki við þessu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2014 09:30 Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Del Bosque. Vísir/Getty Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, kom sínum mönnum til varnar eftir tapið óvænta gegn Slóvakíu í Zilina í gær. Þetta var fyrsta tap Spánverja í undankeppni EM eða HM síðan þeir töpuðu fyrir Svíþjóð í október 2006. „Við bjuggumst ekki við þessu,“ sagði Del Bosque eftir leikinn. „Þetta var fyrsta tap okkar í 28 leikjum í undankeppni. Slóvakar gerðu okkur erfitt fyrir og unnu fyrir sigrinum. Við sýndum þolinmæði þegar við héldum boltanum, en við vorum ekki nógu góðir upp við markið og markvörðurinn þeirra spilaði vel. „Það finnst engum gaman að tapa, en það getur enginn sagt að við höfum ekki lagt okkur fram,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Del Bosque varði einnig fyrirliðann og markvörðinn Iker Casillas sem leit ekki vel út í fyrra marki Slóvaka sem Juraj Kucka skoraði. „Casillas varði vel í sókninni á undan. Ég sá markið ekki nógu vel af bekknum, en flugið á boltanum var skrítið og Iker var varnarlaus,“ sagði Del Bosque sem kom Diego Costa einnig til varnar, en framherjinn, sem hefur spilað frábærlega fyrir Chelsea á tímabilinu, hefur ekki enn skorað í sex landsleikjum fyrir Spán. „Costa er mjög ákveðinn í að standa sig. Við erum ánægðir með frammistöðu hans sem og viðhorfið.“ Spánverjar eru með þrjú stig í öðru sæti C-riðils, en Slóvakar sitja á toppnum með sex stig. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30 Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira
Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, kom sínum mönnum til varnar eftir tapið óvænta gegn Slóvakíu í Zilina í gær. Þetta var fyrsta tap Spánverja í undankeppni EM eða HM síðan þeir töpuðu fyrir Svíþjóð í október 2006. „Við bjuggumst ekki við þessu,“ sagði Del Bosque eftir leikinn. „Þetta var fyrsta tap okkar í 28 leikjum í undankeppni. Slóvakar gerðu okkur erfitt fyrir og unnu fyrir sigrinum. Við sýndum þolinmæði þegar við héldum boltanum, en við vorum ekki nógu góðir upp við markið og markvörðurinn þeirra spilaði vel. „Það finnst engum gaman að tapa, en það getur enginn sagt að við höfum ekki lagt okkur fram,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Del Bosque varði einnig fyrirliðann og markvörðinn Iker Casillas sem leit ekki vel út í fyrra marki Slóvaka sem Juraj Kucka skoraði. „Casillas varði vel í sókninni á undan. Ég sá markið ekki nógu vel af bekknum, en flugið á boltanum var skrítið og Iker var varnarlaus,“ sagði Del Bosque sem kom Diego Costa einnig til varnar, en framherjinn, sem hefur spilað frábærlega fyrir Chelsea á tímabilinu, hefur ekki enn skorað í sex landsleikjum fyrir Spán. „Costa er mjög ákveðinn í að standa sig. Við erum ánægðir með frammistöðu hans sem og viðhorfið.“ Spánverjar eru með þrjú stig í öðru sæti C-riðils, en Slóvakar sitja á toppnum með sex stig.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30 Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira
Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45
26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn