Fótbolti

Tíu leikmenn á meiðslalistanum hjá Wales

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coleman hefur stýrt Wales frá því í byrjun árs 2012.
Coleman hefur stýrt Wales frá því í byrjun árs 2012. Vísir/Getty
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, er í miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna fyrir leikinn gegn Bosníu á heimavelli í B-riðli undankeppni EM 2016 í kvöld.

Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum, m.a. fyrirliðinn Aaron Ramsey, Joe Allan og James Collins.

Coleman getur þó huggað sig við það að Gareth Bale, leikmaður Real Madrid og stærsta stjarna Walesverja, er heill heilsu og klár í slaginn í kvöld.

„Sálrænt séð er það mjög hvetjandi fyrir okkur að sjá hann koma út á völlinn,“ sagði Coleman í aðdraganda Bosníuleiksins. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims og hann getur skapað eða skorað mark upp úr engu.“

Wales, sem hefur ekki komist á stórmót síðan á HM 1958, er í B-riðli undankeppni EM 2016 ásamt Bosníu, Kýpur, Ísrael, Belgíu og Andorra.

Walesverjar unnu nauman útisigur á Andorra í fyrsta leik sinn í undankeppninni þar sem Bale skoraði tvö mörk, annað þeirra beint úr aukaspyrnu.

Leikur Wales og Bosníu hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga

Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×