
Rannsókn á mannsláti í Breiðholti að mestu lokið

Þetta segir Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsókn málsins vera að mestu lokið.
Maðurinn var handtekinn á heimili sínu 28. september síðastliðinn eftir að maður sem hinn grunaði var í sambandi við tilkynnti lögreglu um andlátið. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn staðfastlega neitað sök í málinu. Í tilkynningu lögreglu kom fram að konan hafi látist eftir að þrengt hafði verið að öndunarvegi hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var notast við einhverskonar band eða snæri við verknaðinn.
Tengdar fréttir

Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu.

Geðrannsókn á manninum hafin
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana undirgengst nú geðmat en yfirheyrslur yfir honum eru enn ekki hafnar.

Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu
Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, neitar sök. Hjónunum er lýst sem venjulegu fjölskyldufólki. Vinur þeirra hringdi í Neyðarlínuna.

Heldur enn fram sakleysi
Engar formlegar yfirheyrslur hafa verið yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konu sinn að bana í Stelkshólum þann 27. september.

Talinn hafa kyrkt konuna
Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“
Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.

Lögreglan rannsakar mannslát
Maður er í haldi lögreglu.