Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Hjörtur Hjartarson skrifar 13. október 2014 19:38 Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja. Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja.
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00