Innlent

Ebólusmitaði Bandaríkjamaðurinn nafngreindur

Bjarki Ármannsson skrifar
Heimili Pham hefur verið afgirt og sótthreinsað.
Heimili Pham hefur verið afgirt og sótthreinsað. Vísir/AFP
Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að heilbrigðisstarfsmaðurinn sem smitaðist af ebólu við umönnun á Thomas Duncan áður en Duncan lést er 26 ára kona að nafni Nina Pham. Rannsókn stendur nú yfir á spítalanum í Dallas þar sem Pham smitaðist, en hún er fyrsta manneskjan sem smitast af ebólu í Bandaríkjunum.



BBC greinir frá. Tom Frieden, fulltrúi sóttvarnaembættis Bandaríkjanna, segir að einhvers konar brot á reglum hafi átt sér stað þegar Pham smitaðist af Duncan. Hann ítrekaði þó í dag að hann vill þó ekki ávíta Pham eða spítalann.

„Við þurfum að endurhugsa það hvernig við verjumst ebólusmiti,“ segir Frieden. „Meira að segja eitt tilfelli er óviðunandi.“

Pham er nú haldið á spítala og er ástand hennar sagt stöðugt. Heimili hennar hefur verið sótthreinsað og fylgst er með öllum þeim sem hún gæti hafa smitað ásamt hinum starfsmönnunum sem sáu um að hjúkra Duncan. Sá greindist með ebólu við komu til Bandaríkjanna frá Líberíu og lést í Dallas.


Tengdar fréttir

Ebólufaraldurinn í mikilli sókn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi frá sér viðvörun í gærkvöldi vegna ebólufaraldursins í Vestur Afríku þar sem sagði að sjúkdómurinn hefði skotið föstum rótum í höfuðborgum ríkjanna þriggja, Gíneu, Síerra Leoné og Líberíu.

Talin hafa snert andlit sitt með hanska

Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×